“Vá hvað ég væri til að fá þulurnar aftur á RÚV. Þær gáfu lífinu svo mikinn lit,” segir Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir, ritstjóri Séð og Heyrt, en Ragnheiður Clausen, ein frægasta sjónvarpsþula þjóðarinnar fyrr og síðar, er ekki eins viss:
“Held ég sé komin á þá skoðun að það sé liðin tíð úr því þeir héldu þessu ekki áfram á sínum tíma.”
Ekki náðist í Rósu Ingólfs og Ellý Ármanns við vinnslu fréttarinnar en þær skópu feril sinn með sjónvarpsþulustarfinu hjá Ríkissjónvarpinu.