Átta þættir af Borgarstjórnum hafa nú verið sýndir á Stöð 2 en alls voru framleiddir tíu og kostaði hver þáttur 15 milljónir í framleiðslu.
Þykir það heldur mikið á skrifstofum yfirmanna 365 miðla sem hafa ekki síður áhyggjur af miklu niðurhali af þáttunum og hinu að þeir hafi ekki slegið í gegn eins og búist var við.
Ekki er almennt sakast við Jón Gnarr, aðalleikara þáttanna, í þessu efni heldur er horft til þess að ef til vill hafi verið mistök að vera með svo marga mismunandi leikstjóra í stað eins líkt og var í Vaktaþáttunum þar sem Ragnar Bragason hélt um alla spotta og skapaði eitt vinsælasta sjónvarpsefnið hér á landi frá upphafi – með Jón Gnarr í aðalhlutverki.