Líkt og síðastliðið ár verður Níels Hafsteinsson veitingamaður fararstjóri í skíðaferðum Úrvals Útsýn til Madona á Ítalíu sem hefjast um miðjan janúr og standa langt fram í febrúar.
Ferðalangar koma ekki að tómum skíðakofanum þegar Níels er annars vegar því hann er margreyndur veitingamaður í Reykjavík, kunnáttumaður um góð vín og ekki síst ástríðufullur skíðamaður sem þekkir skíðasvæðið í Madona eins og lófann á sér.
Níels er sonur Hafsteins Egilssonar veitingmanns á Rauða ljóninu á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi og þar með bróðursonur fjölmiðlamannanna velþekktu Gunnars Smára Egilssonar, ritstjóra Fréttatímans, og Sigurjóns M. Egilssonar, ritstjóra Hringbrautar. Þeir bræður munu hins vegar ekki deila skíðaáhuganum með bróðursyni sínum. Eru meira fyrir gönguferðir.