Úr pólitísku deildinni:
—
Nokkuð ljóst er að Birgittu Pírataforingja tekst ekki að mynda ríkisstjórn frekar en öðrum sem reynt hafa og Benedikt í Viðreisn tekst það heldur ekki þegar til kastana kemur frekar en Óttarri í Bjartri.
Þá stígur dýralæknirinn úr Hrunamannahreppi inn í pólitísku girðinguna með geldingatangirnar, tekur hina villtu fola stjórnmálanna niður og sveigir og beygir til samstarfs – Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra.