Jocelyn Wilderstein náði einum besta díl sögunnar þegar hún skildi við eiginmann sinn og varð fyrir bragðið ein ríkasta, einstæða kona heims. Hún er ekki síður fræg fyrir að hafa farið í fleiri lýtaaðgerðir en holt þykir og fyrir bragðið kölluð kattarkonan – enda lítur hún út eins og köttur, 71 árs.
Nú kemst hún í fréttirnar fyrir að hafa slengt stálbakka – yfirleitt notaður tiil að bera fram te – í andlit kærasta síns til þrettán ára, Lloyd Klein, vegna þess að henni mislíkaði hvað hann hékk lengi á Netinu á kvöldin þegar hún þráði athygli hans en Lloyd er 43 ára.