Það er þéttsetinn bekkurinn í Múlakaffi í Hallarmúla bæði í hádeginu og á kvöldin. En engar konur.
“Víst koma konur hingað, bara ekki núna,” segir kokkurin, sonur Jóa í Múlakaffi og sonarsonur Stefáns sem stofnaði staðinn fyrir löngu. Kokkurinn er nákvæm eftirlíking af Jóa og afa sínum þannig að gestir taka vart eftir kynslóðaskiptunum sem eru að verða á staðnum.
“Hér koma til dæmis margar lögreglukonur,” bætir hann við.
Og það kann að vera. Lögreglumenn eru áberandi í salnum bæði í hádeginu og á kvöldin og vekja kannski meiri eftirtekt en ella vegna þess að þeir eru í einkennisbúningum og löggubílarnir fyrir utan svo margir að ókunnugir kynnu að halda að neyðarástand ríkti í götunni eða þá að Lögreglukórinn væri á æfingu.
Karlarnir í Múlakaffi eru af öllum stéttum og fyrir utan löggurnar eru iðnaðarmenn, fasteignasalar, sölumenn, dægurlagasöngvarar og rithöfundur áberandi. Þetta eru karlmenn sem vilja almennilegan mat en ekkert kál og kjaftæði.
Og þeir fá ábót ef þeir þurfa.