“Ég er þegar mættur í þinghúsið og líst mjög vel á mig hér þó auðvitað sé það af leiðinlegum sökum og ég vona aðallega að Gunnar nái skjótum og góðum bata. En þetta er auðvitað mjög spennandi,” segir Viktor Orri Valgarðsson sem tekur þingsæti Gunnars Hrafns Jónssonar sem farið hefur í leyfi sem þingmaður Pírata vegna þunglyndis.
Viktor Orri hefur verið í framhaldsnámi í Englandi og er sonur söngvarans víðfræga úr Fræbblunum, Valgarðs Guðjónssonar.