—
Leiðari Morgunblaðsins í dag varar Sjálfstæðisflokkinn við að gera alvöru úr samstarfi við Viðreisn, klofningsbrot úr Sjálfstæðisflokknum með fólk innanborðs sem hafi gert flokknum erfitt fyrir árum saman, haldið honum í gíslingu vegna ESB og klofið hann fyrir síðustu kosningar. Leiðarahöfundur telur að þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu hvorki mikilla sæva né sanda, þeir hafi sumir hverjir engan áhuga á stjórnmálum enda hafi þeir ekki staðið í lappirnar í Icesavemálinu þar sem Viðreisnarliðið m.a. ætlaði þjóðinni að axla ábyrgð af skuldum einkaaðila.
Leiðarahöfundur Moggans telur ekki miklar líkur á því að viðræður Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar muni leiða til stjórnarsamstarfs enda myndi slík stjórn aðeins hafa eins manns meirihluta og byggja á veikum grunni gamalla svika og viðvarandi tortryggni.
Allt bendir til þess að VG og Framsókn séu á leið í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki með 38 þingmenn í það heila.