Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

VALUR Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU

$
0
0

Á föstudaginn frumsýnir Þjóðleikhúsið leikritið Gott fólk eftir Val Grettisson í leikstjórn Unu Þorleifsdóttur. Leikritið fjallar um Sölva, kaldhæðinn og sjálfumglaðan menningarblaðamann sem fær óvænt bréf frá Söru, fyrrverandi kærustu. Bréfið setur allt líf hans úr skorðum en í bréfinu sakar Sara hann um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi.

Valur Grettisson

Leikritið Gott fólk er byggt á samnefndri skáldsögu Vals Grettissonar sem kom út vorið 2015 og hlaut einróma lof gagnrýnenda en leikhandritið vann höfundurinn sjálfur í samvinnu við Símon Birgisson, sýningar- og handritsdramatúrg Þjóðleikhússins, og Unu Þorleifsdóttur leikstjóra.

Í leikritinu er varpað fram stórum spurningum sem eiga brýnt erindi. Er hægt að beita ofbeldi án þess að átta sig á því? Er hægt að vera dæmdur án þess að fá að vita hver refsingin er? Hver eru mörk hefndar og réttlætis? Og hvernig nákvæmlega virkar ábyrgðarferlið sem sagan hverfist um?

Einvalalið leikara kemur að sýningunni. Stefán Hallur Stefánsson fer með hlutverk Sölva. Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikur Söru. Með önnur hlutverk fara Lára Jóhanna Jónsdóttir, Snorri Engilbertsson, Baltasar Breki Samper og Birgitta Birgisdóttir. Leikstjóri er Una Þorleifsdóttir. Dramatúrg og aðstoðarleikstjóri er Gréta Kristín Ómarsdóttir. Leikmynd og búningar eru eftir Evu Signýju Berger. Tónlistin er eftir Gísla Galdur Þorgeirsson og myndbandshönnun er í höndum Rolands Hamiltons. Jóhann Friðrik Ágústsson og Magnús Arnar Sigurðarson hönnuðu lýsingu.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053