Kvennablaðið, einn kröftugasti vefmiðill landsins, er til sölu vegna breyttra aðstæðna eigenda sem vilja snúa sér annað.
En hvað kostar Kvennablaðið?
“Við Steina höfum auðvitað okkar hugmynd um hvað við viljum fá en við skoðum öll tilboð,” segir Soffía Steingrímsdóttir framkvæmdastjóri Kvennablaðsins sem rekið hefur það ásamt Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur leikkonu frá upphafi.