—
Sjálfstæðismenn eru sagðir sitja á rökstólum samkvæmt frétt RÚV um yfirstandandi stjórnarmyndun flokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar – eða hitt þó heldur.
Össur Skarphéðinsson fyrrum utanríkisráðherra og fyrrum formaður Samfylkingar, fer geyst á Facebook þannig að aðrir Samfylkingarmenn eru algerlega frá sér af hrifningu og prísar hinn digurbarkalegi og snjalli orðhákur sérstaklega núverandi utanríkisráðherra, Lilju Dögg Alfreðsdóttur, í öllum sínum makalausu pólitísku færslum (hvað ætli hann fái í staðinn?).
En það er örugglega rétt hjá Össuri að öll þessi framvinda er fyrir hálfgerða slysni. Vandræðagangur hvert sem litið er.
Myndin með frétt RÚV sýnir hins vegar svo ekki verður um villst hvaða kona er líkleg til að rata í ráðherraembætti af hálfu Sjálfstæðisflokks. Það hlýtur að vera sú sem situr og horfir í augu Icehot 1.
“Here’s looking at you kid,” eins og Humphrey Bogart sagði í Casablanca.