Una Þorleifsdóttir hefur nýlokið við sýninguna Gott fólk eftir Val Grettisson og var Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri svo ánægður með hennar störf að hann bauð henni strax eftir frumsýninguna að glíma við sjálfan Ibsen á stóra sviðinu.Gott fólk hefur þegar vakið mikla athygli hér heima og hefur verið óskað eftir að verkið verði þýtt til uppsetningar erlendis.
Unu til halds og trausts í Þjóðníðingnum verður leikmynda- og búningahönnuðurinn Eva Signý Berger en þær unnu einnig saman að verðlaunasýningunum Kona við þúsund gráður og Um það bil sem báðar voru sýndar í Þjóðleikhúsinu.
Una mun einnig leikstýra Tímaþjófinum eftir Steinunni Sigurðardóttur í Kassanum síðar á þessu leikári og er því nóg að gera hjá henni í Þjóðleikhúsinu næstu misseri.