Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

NÝI FERÐAMÁLARÁÐHERRANN

$
0
0

Ferðamálaráðherrann með fjölskyldu sinni.

Nýr ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar leit dagsins ljós í kvöld (ef þannig má að orði komast); Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir frá Akranesi. Þórdís Kolbrún var aðstoðarkona Ólafar Nordal innanríkisráðherra  og hefur sinnt lagakennslu við Háskólann í Reykjavík.

Þórdís Kolbrún lauk ML prófi frá Háskólanum í Reykjavík 2012. Hún var framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðismanna um tíma frá 2013. Hún hefur jafnframt starfað hjá embætti sýslumannsins á Akranesi, Marel og úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Þórdís Kolbrún hefur tekið þátt í ýmsum félagsstörfum, m.a. verið formaður félags ungra sjálfstæðismanna á Akranesi og setið í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna og félags laganema við HR. Hún var kjörin á þing í síðustu kosningum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi.

Þórdís Kolbrún er fædd og uppalin á Akranesi. Hún er í sambúð með Hjalta S. Mogensen lögmanni og eiga þau einn son en tengdamóðir hennar er Kristín Mogensen, föðursystir Skúla Mogensen í WOW.

Ráðherrar Bjarna Ben.

 

 

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053