Þrátt fyrir að hafa nú fengið Michelin stjörnu – flottustu viðurkenningu sem nokkur veitingastaður getur fengið hvar sem er í heiminum – þá er lítið dýrara að fara út að borða á veitingahúsinu Dill á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis en svipuðum stöðum sem hafa enga slíka stjörnu fengið, en geta þó verið góðir. Bara ekki með viðurkenningu Michelin.
Fimm rétta kvöldseðill á Dill kostar 11.900 kr.
Svipaður kvöldseðill (smakkseðill) á Grillmarkaðnum kostar 10.900 kr.
Fimm rétta kvöldseðill á Kolabrautinni kostar 10.100 kr.
Fimm rétta kvöldseðill á Mat og drykk kostar 9.900 kr.
Fjögurra rétta kvöldseðill á Argentínu er á 8.950 kr.