Miðaldara maður sem bauð 87 ára gamalli móður sinni á veitingastaðinn í IKEA í gær lenti í vandræðum þegara hann ætlaði aftur út. Honum var sagt að þau mæðgin yrðu að ganga í gegnum alla búðina til að komast á upphafsreit.
Og hófst þá gangan.
Í raftækjadeildinni gafst gamla konan upp og komst ekki lengra enda margar deildir að baki og enn fleiri framundan. Hún þurfti að styðja sig við standlampa og fann loks ryksugu sem hún gat sest á og hvílst.
Sonurinn spurði þá afgreiðslumann hvort hann ætti ekki hjólastól svo hægt væri að ferja gömlu konuna út en engan slíkan var að finna í búðinni.
Nú voru góð ráð dýr og kom sonurinn þá auga á handstýrða vörubrettatrollu sem hann skellti móður sinni á og ók henni þannig í gegnum þær verslunardeildir sem eftir voru eins og um hvern annan varning væri að ræða.
Vakti uppátækið athygli annarra viðskiptavina.