Úr bankahvelfingunni:
—
Nú þegar gjaldeyrishömlum hefur verið aflétt er talinn möguleiki á að Seðlabankinn birti skýrslu sem bankaráðið skikkaði bankann til að láta gera fyrir bráðum tveimur árum síðan.
Lagastofnun Háskóla Íslands skrifaði skýrsluna og tók sér til þess drjúgan tíma. Síðan hafa starfsmenn bankans, þeir sömu og lágu undir gagnrýni í skýrslunni, setið á henni, moðast með hana, leiðrétt og strikað út það sem þeim líkar illa. Undir þessu hefur valdalaust bankaráðið setið þegjandi og ekki einu sinni sinnt eftirlitsskyldu sinni.
Þannig mun Seðlabankinn loks ætla að birta skýrsluna á næstunni og freista þess að hvítþvo sjálfa sig með svörtu tússi.