Jóhannes Benediktsson, sonur fjármálaráðherra, skrifar áhugaverða hugleiðingu um einn þekktasta poppsöngvara þjóðarinnar fyrr og síðar:
“Árið 2002 skráði söngvarinn Stefán Hilmarsson sig í Háskóla Íslands. Hann sat nokkra stjórnmálafræðikúrsa og glósaði þá í mauk. Stebbi er góður gæi og lánaði vinum sínum glósurnar.
Þessar glósur, skilst mér, hafa gengið á milli manna í fimmtán ár og ganga undir nafninu Stebbaglósur. Framsetningin er skýr og góð og mér er sagt að glósurnar séu mikilvægari en kennslubækurnar í þeim námskeiðum sem Stefán Hilmarsson sat.
Þetta er pínulítið merkilegt.”