Breska sjónvarpskonan Martha Mangan er væntanleg til landsins með upptökulið frá BBC til að gera þátt um menningarleg samskipti Íslands og bresku hafnarborgarinnar Hull.
Martha vill ekki tala um þorskastríðin heldur vera á öðrum nótum en aðalviðmælandi hennar verður tónlistarmaðurinn John Grant sem búsettur er hér. Þá mun hún ræða við íslenska fótboltaáhugamen sem halda með Hull en þeir eru fjölmargir auk annars.
Sjónvapsmaðurinn Jón Ársæll Þórðarson hefur verið sjónvarpskonunni innan handar og segir:
“Hull er ein af menningarborgum Evrópu í ár og þar er mikið um að vera. Ég flækist inn í málið þar sem Steinunni Þórarinsdóttir eiginkonu minni var boðið að vera með stóra útiverkasýningu við háskólann í Hull sem verður sett upp í vor og það er væntanlega þess vegna sem BBC er að biðja mig um hugmyndir. Þeir koma með tökulið núna um helgina og þeir vilja kynnast landanum og sambandi okkar við hina fornfrægu hafnarborg ,,Húll” sem reyndar er borið fram í England ,,Höll”.