Markús Örn Antonsson fyrrum borgarstjóri, útvarpsstjóri og ein fyrsta sjónvarpsstjarna þjóðarinnar situr ekki auðum höndum þó árin færist yfir.
Hann skrifar reglulega í tímaritð Rotary Norden sem gefið er út sex sinnum á ári og dreift í 70 þúsund eintökum til Rotaryfélaga á Norðurlöndum.
“Ég tek myndir og er með svona fimm til sex síður í hvert sinn. Ég skrifa á dönsku, þeirri sem ég lærði í Menntaskólanum í Reykjavík á sínum tíma,” segir hann.