Sköllóttir eru bestu viðskiptavinir rakarastofanna eða svo segir Ragnar Harðarson á Rakarastofu Ragnars & Harðar á Vesturgötu 48 sem er ein af þessum fáu stofum sem lifa í íbúðahverfum en það er kannski vegna þess að Ragnar býr í sama húsi og rakarastofan er og hefur verið síðan 1957 eða í 60 ár.
“Sköllóttir þufa að koma svo oft til að hafa kollinn í lagi og oftar en ekki eru þeir með skegg sem þarf líka að snyrta svo allt líti þEtta vel út,” segir Ragnar en Hörður faðir hans, sem stofan er einnig kennd við, er hættur störfum og fluttur úr miðbænum þar sem hann ól allan sinn aldur.
“Pabbi flutti upp í Árbæ í góða þjónustuíbúð með útsýni yfir Árbæjarsafnið þar sem mörg gömlu húsanna hér í Vesturbænum eru nú staðsett. Það finnst honum fínt. Eins og hann sé heima.”
Meðal hálfsköllóttra viðskiptavina á rakarastofu Ragnars & Harðar, Ragnar er sjálfur í þeim hópi, eru sjónvarpsstjörnurnar Jón Ársæll og Auddi Blö.