Ný ævisaga Obama fyrrum forseta Bandaríkjanna skekur nú aðdáendahóp hans með nýjum upplýsingum sem stangast á við aðrar sem hingað til hafa verið teknar góðar og gildar.
Bókin heitir Rising Star: The Making Of Barack Obama og er eftir Pulitzer vinningshafann David J. Garrow. Útgáfudagur 9. maí.
Þarna er greint frá kvennafari Obama og fíkniefnaneyslu þegar hann stundaði nám við Columbiaháskólann í New York og fyrsta kærastan, Genevieve Cook, fær sitt pláss, þremur árum eldri en Obama og frá Ástralíu.