Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

VARMAHLÍÐ TRÍTAR TÚRISTA

$
0
0

Fréttaritari á faraldsfæti:

Það er töluvert talað um hátt verð á veitingastöðum hér á landi og sumum útlendingum bókstaflega blöskrar verðið og spyrja Íslendingana hvernig þeir geti eiginlega lifað hér.

Ferðatíðindamaður okkar var á ferð í Skagafirði sem oft áður og kom þá eins og venjulega við hjá KS í Varmahlíð. Þar sátu nokkrir útlendingar að snæðingi og gæddu sér á réttum dagsins á hóflegu verði . Þarna má að jafnaði fá góðan og vel útilátinn mat á rúmlega tvö þúsund kall.

Þennan dag var boðið upp á léttreyktar grísakótilettur, lambasnitzel, fiskibollur, þorsk í karrrý, lambasneiðar í brúnni sósu og kjúklinga. Með þessu fylgdi blómkálssúpa, ásamt rúnnstykkjum og smjöri, auk þess sem boðið var upp á ómælt gos að eigin vali og og kaffi á eftir. Rétturinn ásamt öllu þessi var á 2,150 krónur.

Segið svo að það sé ekki hægt að fá góðan og vel útilátinn mat á hóflegu verði hér, og þetta mætti gjarnan berast til þeirra í ferðaþjónustunni sem kvarta ósjaldan utan háu verði á veitingum.

Skagfirðingar slá öllum við á ýmsum sviðum.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053