Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

VEITINGAMENN SAKNA CCP

$
0
0

Okkur hefur liðið vel út á Granda segir Eldar Ástþórsson.

Veitingamenn við Reykjvíkurhöfn munu sakna starfsmanna tölvuleikjarisans CCP þegar hann flytur af Granda og í nýja Vísindagarða í Vatnsmýrinni við hlið Íslenskrar erfðagreiningar Kára Stefánssonar.

Ástæðan er sú að fjölmargir erlendir forritarar CCP sem búa hér einir fjari heimaslóð eru fastagestir á Happy Hour á veitingastöðunum í nágrenni Grandans á hverjum degi eftir vinnu og sitja þá margir saman og drekka öl fram að háttatíma og munar um minna. Hafa sumir veitingamannanna framlengd Happy Hour fyrir þá til klukkan 22:00 enda eiga CCP-strákarnir það skilið þó ekki vær nema fyrir góða mætingu.

Nú er spurning hvar erlendu CCP-mennirnir finna sér stað til að slaka á yfir bjókrús eftir vinnu þegar fyrirtækið verður komið í Vatnsmýrinni. Gæti orðið Norræna húsið, Stúdentakjallarinn, BSÍ eða jafnvel kaffiterína á Reykjavíkurflugvelli. Aeins lengra er í Kaffi Vest en þar er ekki boðið upp á Happy Hour og kemur því vart til greina.

Eldar Ástþórsson upplýsingastjóri CCP segir að fyrirtækið flytji þó ekki fyrr en í lok næsta árs:

“Okkur hefur liðið mjög vel hérna út á Granda, og svæðið hefur tekið jákvæðum breytingum síðan við fluttum hingað árið 2005. Þá af Klapparstígnum sem iðaði af lífi, en hér úti á Granda var ekki mikið um að vera, fyrir utan Kaffivagninn og auðvitað öfluga fiskvinnslu. Við erum mjög spennt fyrir því að flytja í Vísindagarðanna og fyrir þeim möguleikum sem aukið samstarf við háskólann og önnur fyrirtæki á sviði nýsköpunar getur gefið af sér,” segir Eldar.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053