Café Retro á Granda lokar 1. ágúst þar sem húsaleigusamningi hefur verið sagt upp en nýr eigandi ætlar að opna þarna lúxusveitingastað með palli út í sjó, eitthvað sem núverandi veitingamaður fékk aldrei að gera.
Retro er einstakur staður, veitingar heimalagaðar og þarna er hægt að fá plokkfis á 1.900 krónur sem kostar 4.230 krónur á Bautanum á Akureyri – sjá hér.
Þá er Retro með sérinnflutt kaffi frá Ítalíu, Bonomi heitir það, og margir af helstu kaffifíklum borgarinnar eru áskrifendur að (Jónas R Jónsson, Magnús Kjartansson, Gunnar Þórðarson ofl.). Vertinn keyrir út baunirnar og malar fyrir á sem vilja.
Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi átti bygginguna þar sem Retro hefur verið í fjögur ár en seldi til fjárfestis sem ætlar sjálfur að gerast veitingamaður – en það verður ekkert Retro.