Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrum þingflokksformaður Pírata, er á leið úr flokknum og yfir í Samfylkinguna. Þetta verður tilkynnt á allra næstu dögum.
Ásta Guðrún hefur ekki verið velkomin á þingflokksfundi Pírata eftir að hún var sett af sem þingflokksformaður og þannig stillt upp við vegg.
Við þessar breytingar stækkar þingflokkur Samfylkingarinnar um 33 prósent en þar eru aðeins þrír þingmenn fyrir.