“Það er margt sem verður óhamingju fjölmiðla að vopni,” segir Ari Edwald sem um árabil stýrði fjölmiðlaveldi 365 miðla en er nú forstjóri Mjólkursamsölunnar.
“Samkeppniseftirlitið lætur ekki bara átölulaust að RÚV niðurgreiði sína samkeppnisstarfsemi á auglýsingamarkaði með skattfé. Samkeppniseftirlitið leyfir ekki samstarf fjölmiðla til að lækka kostnað, með sama hætti og tíðkast í öðrum löndum, t.d. varðandi prentun og dreifingu prentmiðla, og síðast en ekki síst hefur Samkeppniseftirlitið ekki heyrt af internetinu, fyrr en þá alveg nýlega.
Þannig máttu Stöð 2 og Skjár 1 ekkert vinna saman, enda ekki á sama markaði og RÚV að mati Samkeppniseftirlitsins, sem hafði aldrei heyrt af Netflix eða Sky.
Svona hefur Samkeppniseftirlitið unnið markvisst, eða af mikilli fáfræði, að því að koma í veg fyrir að íslenskt sjónvarp geti lifað. Nema það sem er á vegum skattgreiðenda.”