Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

BJÖRN Í BORG?

$
0
0

Heyrst hefur að í farvatninu sé mögulegt nýtt þverpólitískt framboð í borgarpólitíkinni. Margir eru orðnir langþreyttir á lóðaskorti meirihlutans og baráttu gegn einkabílnum, en minnihluti Sjálfstæðisflokks og framsóknar og flugvallarvina hefur ekki náð vopnum sínum.

Hugmyndin er að stofna breiðfylkingu um nokkur einföld atriði sem stór hluti borgarbúa getur sameinast um, ekki síst þeir sem búa austarlega í borgarlandinu og finnst lítið hafa verið hlustað á sig.

Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, vakti mikla athygli á dögunum er hann ræddi skipulagsmál og lóðaskort í borginni í Silfri Egils við Heiðu Kristínu Helgadóttur, einn helsta hugmyndafræðing meirihlutans. Er jafnvel talið að að hann hyggi á framboð. Ekki dregur úr samsæriskenningum, að hann gefur í skyn á facebook-síðu Óskars Bergssonar, fv. borgarfulltrúa, í dag að þeir ættu kannski að sprengja upp borgarpólitíkina. „Ekki spurning!“ svarar Óskar.

Björn Ingi sagði óvænt af sér sem borgarfulltrúi í kjölfar innanflokksdeilna í Framsóknarflokknum. Hann var formaður borgarráðs þegar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson var borgarstjóri og einnig þegar Dagur B. Eggertsson varð fyrst borgarstjóri í hundrað daga. Sá meirihluti féll þegar sjálfstæðismenn sóttu Ólaf F. Magnússon úr veikindafríi og gerðu öllum að óvörum að borgarstjóra.

Sama dag og Ólafur tók við sem borgarstjóri reyndu sjálfstæðismenn mikið að fá Björn Inga til að hætta við að segja af sér, en honum varð ekki haggað.

Eitt er það mál sem Björn Ingi barðist fyrir í borgarpólitíkinni og heldur nafni hans á lofti, en það er frístundakortið sem tugþúsundir barna og unglinga hafa nýtt sér á undanförnum árum.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053