Sveinn Gestur Tryggvason, sem nú situr í gæsLuvarðhaldi ásamt Jóni Trausta Lútherssyni í tengslum við manndrápið í Mosfellsdal, lék aukahlutverk í Næturvaktinni 2007, hinum geysivinsælu sjónvarpsþáttum Ragnars Bragasonar, Jóns Gnarr og félaga. Þótti Sveinn Gestur standa sig vel og sýna trúverðug tilþrif.
Þá rekur Sveinn Gestur garðyrkjufyrirtæki og fær gott hrós frá viðskiptavinum sínum á heimasíðu fyrir fagmannleg vinnubrögð.