Fegurðardísin Ásdís Rán, sem er eins og alþjóð veit að jafna sig eftir alvarlegt slys, naut lífsins og sleikti sólina ásamt móður sinni, sem verið hefur stoð hennar og stytta í því áfalli sem reið yfir, fyrir utan barinn Sæta svínið í Hafnarstræti í dag.
Athygli vakti að hjólastóllinn sem hún sat í á forsíðu Fréttablaðsins á laugardaginn var hvergi sjáanlegur.
Allt að koma hjá ofurkonunni – snöggur bati.