Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

ÓLAFUR HAUKUR KEMUR HEIM

$
0
0

Ein liprasti listamaður líðandi stundar, Ólafur Haukur Símonarson, var að koma heim frá útlöndum og segir:

Ég hef verið á þvælingi í vor og sumar um Evrópu.

Mikið var nú gott að koma heim í norð-austan bræluna; hitastigið alveg dásamlegt, rétt um 9° C. Á Keflavíkurvegi óku allir á 120 kílómetra hraða en löggan sem lá í leyni hreyfði sig ekki; menn ætluðu greinilega að klára rækjusamlokuna áður en farið væri í eltingaleik.

Samkvæmt hefð kveikti ég á útvarpinu í bílnum. Nema hvað! voru ekki mínir menn einmitt eina ferðina enn (í tíuþúsundasta skipti) að munnhöggvast um Reykjavíkurflugvöll, innanlandsflugið. varavöllinn og neyðarbrautina sem KFUM og gráðugu Valsaranir eru búnir að sölsa undir sig. Mikið gladdi það hjarta mitt að heyra þessa sígildu rifrildistóna! Ég var kominn heim!

Ég skipti um rás og allt upp í loft í „friðarnefndinni“ hans Þorsteins Pálssonar sem átti í eitt skipti fyrir öll að binda endi á kvótadeilur.

Enn skipti ég um stöð og nú æpti einhver kona að þjóðin væri trúarsöfnuður tækja- og græjufíkla sem léti sig dreyma um seðlalaust samfélag og vildi drífi í því að veita ættmennum fjármálaráðherra einkaleyfi á því að dæla ósýnilegum rafkrónum fram og aftur – fyrir smá þóknun.

Það fór um mig sæluhrollur:

Í öllum heiminum er ekkert sem jafnast á við þessa mína yndislegu, dysfunctional (klikkuðu, biluðu, óstarfhæfu) íslensku þjóð.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053