Úr umferðarmiðstöðinni:
—
Sjálfsagt eru til fáar (ef nokkrar) atvinnugreinar þar sem einn og sami maðurinn er bæði formaður félags atvinnurekenda og félags starfsmanna. Sú er þó staðreyndin með rútukónginn Óskar Jens Stefánsson.
Óskar er með eigin rútubílarekstur og var áður framkvæmdastjóri rútufyrirtækisins Sternu. Hann er formaður Félags hópferðaleyfishafa en hann er líka formaður Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis.
Án nokkurs vafa eru samningafundir Félags hópferðaleyfishafa og bílstjórafélagsins Sleipnis haldnir í meiri sátt og samlyndi en þekkist hér ér landi. Hugsanlega mættu Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið taka þetta sér til fyrirmyndar og gera Gylfa Arnbjörnsson að formanni beggja samtaka.
Gylfi mundi þó seint komast með tærnar þar sem hælarnir eru á formanni Sleipnis. Hermt er að hann sé innsti koppur í búri hjá Bus Travel, sem gerir út töluvert af erlendum rútum með erlendum bílstjórum osfrv…