Borist hefur póstur í tilefni af þessu og fyrirhugaðri Borgarlínu: Samtals fara um 35 þúsund farþegar með vögnum Strætó á hverjum degi, en gangi áætlanirnar eftir mun fjöldi farþega í almenningssamgöngum meira en fjórfaldast á næstu 30 árum og verða 180 þúsund.
—
“…svæðisskipulagsstjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, segir ljóst að þetta markmið muni ekki nást. „Það þarf engan stjarneðlisfræðing til að sjá það.”
En það þarf “stjörnuglópa” til að spá því að farþegum fjölgi þegar almúginn hefur ekki efni á að eyða 880 kalli á dag fram og til baka úr vinnu. Auk þess er nánast enginn afsláttur ef keypt er kort. Elítan (1/3) lítur auðvitað aldrei við strætó. Það er einfaldlega verðteygni í þessu eins og öðru, það sjá allir nema glópar.