Séra Önundur Björnsson sóknarprestur á Breiðabólstað í Fljótshlið er á leið til útlanda en það gengur ekki þrautalaust fyrir sig:
—
Vegna ferðar minnar til Glasgow mætti ég í Flugstöð Leifs heppna kl. 6 í morgun, en brottför átti að vera kl. 7:35. Tæplega 4ra klst. seinkun er á fluginu sem flugfélagið reyndar tilkynnt með töluvupósti um miðnætti, en þá var ég auðvita sofnaður. Því miður láðist mér í sifju minni í nótt að líta á póstinn. Þannig að hér sit ég og get ekki annað.
En þar sem ég hef nægan tíma hef ég haft ofan af fyrir mér með því að rölta um flugstöðina. Það sem hefur á því rölti vakið furðu mína er hversu óhreint og sóðalegt er hér hvert sem litið er. Gólf eru óhrein, drasl og rusl á öllum göngum, klósettin eins og ómokaðir flórar, hland um allt og lyktin eftir því. Þetta er fyrsti og síðasti viðkomustaður ferðafólks. Verst finnst mér þó að hvergi er góð sæti að finna eða huggulegan krók til að hugsa sitt rjúkandi ráð í. Og hér er allt á yfirsprengdu verði, bílastæði, rútuferðir, vörur og þjónusta.
Að þessu sögðu vil ég segja við forsvarsmenn rekstur flugstöðvarinnar, sem er ISAVIA:
Svei ykkur gírugum, gráðugum og slóttugum. Reynið að skammast til að gera skyldu ykkar og sýna ferðafólki virðingu og sóma með hreinlæti og lægra verði.