Frikki skrifar:
—
Ég hef alltaf lúmskt gaman af fréttum eins og þeirri að Færeyingar, frændur vorir, ætli sér að banna allt erlent eignarhald á sjávarútvegsfyrirtækjum sínum.
Guðlaugur Þór utanríkisráðherra er strax kominn í málið eftir hefðbundið væl í einhverjum útvegstoppum/toppi. (Raunar er Samherji eina íslenska fyrirtækið sem á verulegar eignir í Færeyjum). Og það er víst einnig búið að virkja Unni Brá í símtalavinnu út og suður um Færeyjar.
Þetta er allt mjög fyndið því þegar tal berst að erlendu eignarhaldi, þar með talið færeysku, í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum er annað hljóð í skrokknum hjá fyrrgreindum einstaklingum. Slíkar hugmyndir jaðra við landráð í hugum íslenska útgerðarauðvaldsins og talsmanna þess.