“Þetta er ekki nýr forsetabíll,” segir Guðni Andrésson húsasmiður sem ekur um með einkanúmerið GUÐNI.
Þetta er vinnubíll Guðna en tengdapabbi hans gaf honum númerið að gefnu tilefni. Bíllinn myndi reyndar henta Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands vel því nóg pláss væri fyrir alla krakkana hans og svo er hann sparneytinn og lipur í snúningum og skutli nútímamannsins.
- En kaustu Guðna?
“Já, reyndar,” segir Guðni.