Franska söngkonan Barbara Weldens hné niður andvana í miðju lagi á tónleikum sem hún hélt í kirkju í smábænum Goudron í suðvestur Frakklandi.
Barbara var 35 ára, upprennandi stjarna og við blasti glæst framtíð þegar hún svo óvænt söng sitt síðasta.
Ekki er vitað hvað olli en talsmen lögreglunnar á svæðinu veðja á rafmagnsbilun í tækjabúnaði tónlistarmannanna sem valdið hafi losti.
Málið er í rannsókn.