Þessi frétt birtist hér fyrir nákvæmlega fjórum árum upp á mínútu:
—
“Ég er bara búin að taka nokkrar vaktir og það er mikið að gera hérna núna í sólinni,” segir Aníta Hinriksdóttir, heimsmeistari, Evrópumeistari og óskabarn íslensku þjóðarinnar nú um stundir, en hún er byrjuð að vinna á Café Haiti við gömlu Reykjavíkurhöfn.
“Það er fínt að vinna hérna,” segir hún.
Aníta hefur unnið hug og hjörtu landsmanna með frammistöðu sinni á alþjóðlegum hlaupabrautum og hún er ekki síður snör í snúningum við þjónustusörfin á Café Haiti.
Fyrir stundu var frá því greint að ríkisstjórnin hefði ákveðið að styrja afrekssjóð íþróttahreyfingarinnar með samtals átta milljónum í tengslum við afrek Anítu.
“Ég er ánægð með það en nú verð ég að fara að vinna,” segir hún og kveður kurteislega.