Heimili Erlu Hlynsdóttur, framkvæmdastjóra Pírata, fylltist nýlega af krúttlegum kettlingum sem eru nú óðum að hverfa til nýrra heimkynna.
Lovísa, dóttir Erlu, valdi einu krúttinu nafnið Smári í höfuðið á hinum geþekka þingmanni Pírata Smára McCarthy. Strax í kjölfarið kom upp sú sjálfsagða hugmynd að Smári tæki Smára að sér en þingmaðurinn varð að afþakka með Trega þar sem hann þjáist af svæsnu kattaofnæmi.