Á Selasetrinu á Hvammstanga starfa þrír líffræðingar allt árið við rannsóknir á selum við Ísland. Og niðurstaðan er ógnvekjandi:
Frá árinu 1980 hefur selum við landið fækkað um 77 prósent og þeim heldur áfram að fækka.
“Þeir eru í útrýmingarhættu,” segir starfsmaður Selasetursins.
Nóg er hins vegar að gera hjá selaskoðunarbátum sem sigla með túrista til að skoða seli þó alltaf verði erfiðara að finna þá – 77 prósentum færri en fyrir 37 árum.