—
Skammt frá tjaldstæðinu í Borgarnesi er þetta faglega en samt heimagerða viðvörunarskilti. Ekki bara eru skýr skilaboð um að bannað sé að fara inn á milli trjánna til að kúka, heldur er bent á að svæðið sé vaktað með vídeómyndavélum.
—
Að vísu er ekki eina einustu vídeómyndavél að finna þarna, en það skiptir auðvitað engu máli. Ef ferðamaðurinn heldur að þarna sé vídeómyndavél, þá fer hann ekkert að girða niður um sig. Hver vill láta hlæja að sér á veraldarvefnum kúkandi með buxurnar á hælunum?
—
Skilaboðin eru svo skýr á þessu skilti að engan skyldi undra þó þau spretti upp víða um land.