“Hæ. Ég heiti Elísabet og er fábjáni segir,” segir Beta rokk (Elísabet Ólafsdóttir) sem reyndi að skrúfa saman grænan koll frá Ikea með þessum árangri.
Elísabet Ólafsdóttir er fjöllistakona og bókmenntafræðingur. Hún var söngkona í rokkhljómsveitinni Á túr á árunum 1996 til 1998, en árið 2002 gaf Edda útgáfa út bók hennar Vaknað í Brussel. Bókin er samantekt á dagbókarfærslum skrifuðum í svokölluðum blogg-stíl og vakti umræðu meðal rithöfunda og áhugamanna um menningarlegt gildi bloggsins.