Þetta er nú aldeilis skemmtilegt; málum og skálum eins og alvöru listamenn.
Þessi viðburður er fyrir alla sem langar til að koma saman og gera eitthvað öðruvísi og mega hafa léttar veitingar með sér.
Þetta geta verið vinkonuhópar, vinir, saumaklúbbar, starfsmannahópar, mömmuhópar, gæsahópar, steggjahópar og kennarahópa svo eitthvað sé nefnt.
Gestir mála eina mynd, 40 x 50 cm að stærð, með akrýl litum og hafa með sér heim. Allt efni er til staðar og innifalið. Gestir geta málað frjálst eða eftir fyrirmynd, teiknað upp á glæru og varpað á vegg með myndvarpa sem er á staðnum.