Stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson er landsfrægur safnari og hefur verið lengi. Nú hefur hann sett forláta jukebox á sölu, tækið er frá 1961 og prísinn 150 þúsund:
“Þetta er gamalt fallegt jukebox sem var upphaflega í sjoppunni upp á á Akranesi . Þarfnast smá lagfæringar. Hefur ekki verið notað lengi. Laghentur getur komið því í lag,” segir Björgvin.