Þessi frétt birtist hér fyrir nákvæmlega þremur árum undir fyrirsögnininni MARKAÐSSÓKN Á LÚXUSMARKAÐI:
–
Undirritað hefur verið stefnumarkandi samkomulag á milli Icelandair Group, Bláa Lónsins, Landsbankans. og Meet in Reykjavík um stofnun, fjármögnun og rekstur sérverkefnis á sviði markaðssetningar á Reykjavík og Íslandi sem áfangastað fyrir lúxusferðamenn sem verði hýst og stjórnað sem sjálfstæðri einingu innan Meet in Reykjavík. Samkomulag þessa efnis er nýjung hér á landi.
Markmiðið er að stuðla að langtímastefnumörkun á þessu sviði, styrkja ímynd Reykjavíkur og Íslands í augum vel stæðra ferðamanna, auka samtakamátt fyrirtækja sem starfa á þessum markaði og hvetja til þróunar innviða og þjónustuframboðs fyrir þennan mikilvæga markhóp.
Á myndinni eru fyrir hönd samkomulagsaðila frá vinstri:
- Þorsteinn Örn Guðmundsson framkvæmdastjóri Meet in Reykjavík
- Grímur Sæmundsson forstjóri Bláa Lónsins
- Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group
- Steinþór Pálsson forstjóri Landsbankans