Þórarinn E. Sveinsson, barnfæddur framsóknarmaður og fyrrum framámaður í Framsóknarflokknum, slær í borðið í ljósi síðustu snúninga og segir:
“Mér er misboðið. Af hverju komu engar fréttir af því þegar undirritaður, fyrrverandi varaþingmaður Framsóknar í NE; formaður Framsóknarfélags Akureyrar og kjördæmissambands KFNE; bæjarfulltrúi á Akureyri og forseti bæjarstjórnar Akureyrar; formaður héraðsnefndar Eyjafjarðar; miðstjórnarmaður til margra ára og nefndarmaður þetta og hitt í rúma tvo áratugi fyrir Framsókn í sveitarstjórn og landsmálum, svo eitthvað sé nú upptalið, sagði sig úr Framsóknarflokknum fyrir síðustu kosningar ásamt fjölda annarra flokksbundinna fótgönguliða. Nú get ég loksins hugsað um að fara heim og taka þátt aftur.”