Borist hefur athugasemd vegna fréttar í Stundinni um fyrirhugaða hótelbyggingu Ólafs Ólafssonar í Samskip “við rætur Snæfellsjökuls” eins og það heitir í fréttinni:
—
Ef menn vilja nota þekkt kennileiti á Snæfellsnesinu almenningi til glöggvunar, þá væri nær lagi að segja „skammt frá Kvíabryggju“. Það eru hundrað kílómetrar í Snæfellsjökul frá hótelstæði Ólafs, miklu styttra á Kvíabryggju.