Samkvæmt niðurstöðum nýrrar breskrar könnuna sefur fjórðungur breskra hjóna í sitt hvoru svefnherberginu.
Ástæður er margar en þessar helstar:
25 prósent kenna hrotum um.
19 prósent segja makann sofna sjónvarpssófanum og taki því ekki að vekja hann.
38 prósent bera samskiptaerfiðleikum við.
—
Það var breski rúmframleiðandinn Benson for Beds sem lét gera könnunina en í henni tóku tvö þúsund manns þátt. Stress, langur vinnudagur og barnastúss voru gegnumgangandi skýringar á þessu öllu saman og að auki kom fram að breskir foreldrar leyfa börnum sínum að sofa hjá sér í hjónarúminu að meðtaltali fimm sinnum í mánuði.