“Góð hugmynd hjá Almari Sigurðssyni ferðaþjónustubónda á Lambastöðum og formanni VG í Árnessýslu,” segir Svanur Jóhannesson og birtir þessa mynd af heyrúllum í sveitinni en Svanur er sonur Jóhannesar úr Kötlum (1899-1972) sem orti Enn um gras:
—
Óskiljanlegt er grasið:
maður treður það undir fótum sér
en það reisir sig jafnharðan við aftur.
Óskiljanlegt er grasið:
skepnurnar bíta það og renna því niður
og skila aftur hinu ómeltanlega
- en viti menn:
á því nærist svo nýtt gras.
Já óskiljanlegt er það
hið græna gras jarðarinnar:
auðmýktin og uppreisnin í senn.