Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekiprófessor vaknaði í morgun og sagði:
“Hvað er gleði eða það að vera glaður” spyr Kierkegaard og svarar: “Það er í sannleika að vera nærverandi sjálfum sér.” (Ritgerð hans um lilju vallarins og fuglinn í himninum). Kierkegaard sem oft er ræddur sem trúaður heimspekingur lýsir samt þessu trúarlega stigi sem því að vera nærverandi sjálfum sér. Að finna til sín, að vera með sér. Að finna hvað manni finnst með því að tengjast sjálfum sér. Fyrir honum var þessi sjálfstenging jafnframt tenging við eitthvað stærra kerfi.”