Til umræðu hefur verið að Strætó færi alla starfsemi sína úr Mjódd á Hestháls en í Mjódd hefur fyrirtækið verið með skrifstofur, aðstöðu fyrir bilstjóra og farmiðasölu.
Stjórn Strætó hefur samþykkt að láta verðmeta húsnæði fyrirtækisins í Mjódd sem var tekið í gegn fyrir einu ári og selja til Reykjavíkurborgar sem er eigandi Strætó.
Meðal hugmynda sem Reykjavíkurborg er með er að að fjölskyldumiðstöð muni verða í húsnæði Strætó og Breiðholtsdeild Reykjavíkurborgar verði starfrækt þar.
Athyglisvert verður að sjá hvernig Heiðu Björgu Hilmisdóttur, stjórnarformanni Strætó, takist að semja um verð húsnæðisins en hún er einnig í borgarráði Reykjavíkurborgar og varaformaður Samfylkingarinnar eins og hér má sjá:
Heiða Björg er varaformaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi formaður kvennahreyfingar flokksins. Áður en Heiða Björg tók sæti í borgarstjórn starfaði hún sem deildarstjóri eldhúss og matsala á Landspítala. Hún er varaformaður MS-félagsins, formaður Norrænu MS-samtakanna og er í fulltrúaráði evrópsku næringarráðgjafasamtakanna sem fyrrverandi formaður Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands. Hún hefur víða fjallað um mat og næringu í fjölmiðlum, kennt í HÍ, gefið út matreiðslubókina Samlokur ásamt Bryndísi Evu Birgisdóttur og samið uppskriftir fyrir bókina Af bestu lyst 4. Heiða hefur í gegnum árin sinnt markskonar störfum, meðal annars ráðgjöf, kennslu, afgreiðslu og starfað við sauðburð, heyskap og mjaltir.